Garðheimar flytja í Suður-Mjódd

Mynd­in sýn­ir svæði þar sem íbúðabyggð á að rísa. Í …
Mynd­in sýn­ir svæði þar sem íbúðabyggð á að rísa. Í bak­sýn eru Garðheim­ar og Vín­búðin sem koma til með að víkja fyr­ir byggð mbl.is/Golli

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að veita Garðheimum vilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti í Suður-Mjódd. Garðheimar höfðu sótt um lóð á þróunarsvæðinu umdeilda Stekkjarbakka Þ73 en fallið hefur verið frá þeim áformum.

Garðheim­ar höfðu átt í viðræðum við Reykja­vík­ur­borg um að flytja starf­semi sína á þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakka Þ73 en þar á að byggja gróður­hvelf­ingu. Ekk­ert svar hafði borist frá borg­inni í febrúar sl., þrem­ur og hálfu ári eft­ir að sótt var form­lega um lóðina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna lögðu fram bókun á fundi borgarráðs þar sem því er fagnað að framtíðarstaðsetning Garðheima sé fundin og einnig að hún verði áfram innan Breiðholts.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að vikið hafi verið frá fyrri áformum, um að koma starfsemi Garðheima fyrir í Elliðaárdalnum. Telja þeir að uppbygging starfseminnar í dalnum hefði haft í för með sér mikið umhverfisrask, aukna bílaumferð og tilheyrandi fjölda bílastæða á mikilvægu grænu svæði í borgarlandinu og ætla megi að Suður-Mjódd verði mun heppilegri staður fyrir starfsemi Garðheima.

Hekla hf. átti upphaflega að fá lóðina

Bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins var á sömu leið en þar er bent á að nýbúið sé að rifta samningum við Heklu hf. sem hafi átt að fá lóðina:

„Það er ánægjulegt að sjá að Garðheimar hafa fallið frá því að hefja uppbyggingu innan Elliðaárdalsins á svæði Þ73 við Stekkjarbakka. Það gefur vonir um að hægst hafi á innrás og uppbyggingu í dalnum. Svo virðist að þessi flutningur Garðheima sé í fyrsta forgangi hjá Reykjavíkurborg því nýbúið er að rifta samningum við Heklu hf. sem átti að fá þessa lóð. En það er kannski ekki að undra því nú þegar hefur verið ákveðið að á milli 750 og 1.200 íbúðir rísi á lóð Garðheima. Samt er lýst yfir áhyggjum af aðgengismálum að fyrirtækinu á nýjum stað,“ segir þar.

Svæðið þar sem Garðheim­ar standa á núna.
Svæðið þar sem Garðheim­ar standa á núna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert