Ósammála um verðlækkun

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Þór Ásgeirsson, starfandi forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ISAL hafi ekki notið afsláttar á raforkuverði sem Landsvirkjun bauð stórnotendum til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigurður Þór sendi starfsfólki Rio Tinto á Íslandi um helgina. Í henni kemur fram að Landsvirkjun hafi boðið stærri viðskiptavinum sínum allt að 25% lækkun raforkuverðs í sex mánuði. Þá hafi Landsvirkjun boðið ISAL 10% afslátt í lok apríl, sem ISAL þáði, en enginn afsláttur hafi komið fram á rafmagnsreikningi fyrirtækisins.

„Þessi fullyrðing um 10% afslátt sem hafi verið dreginn til baka er einfaldlega röng,“ segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu í dag. „Rio Tinto fékk afslátt eins og aðrir stórnotendur til að bregðast við erfiðleikum vegna Covid-19. Sá afsláttur hefur ekki verið dreginn til baka og verður ekki dreginn til baka. Þessar upplýsingar til starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík eru rangar.“

Hún segir þá að ágreiningur sé um uppgjör milli fyrirtækjanna vegna annarra mála, en sú staðreynd breyti engu um að Rio Tinto njóti þess afsláttar sem Landsvirkjun bauð stórnotendum á stöðu sinni á raforkumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert