Kviknaði í uppþvottavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22 í gærkvöldi vegna elds í uppþvottavél í heimahúsi. 

Að sögn varðstjóra var heimilisfólk búið að slökkva eldinn með slökkvitæki er slökkviliðið kom á staðinn en talsverður reykur var í íbúðinni. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og ljóst að eitthvert tjón varð af völdum elds og reyks. 

mbl.is