Ný lægð á leiðinni

Kort/Veðurstofa Íslands

Yfir landinu er nú víðáttumikil lægð, nánast kyrrstæð og grynnist. Þar í miðjunni núna er rólegheitaveður. Eftir þessi rólegheit er von á nýrri lægð að landinu og fylgir henni austlæg átt með roki og rigningu.

„Yfir landinu er nú víðáttumikil lægð, nánast kyrrstæð og grynnist. Þar í miðjunni núna er rólegheitaveður.

Hæg breytileg átt eða hafgola í dag, skýjað að mestu og einhver væta í flestum landshlutum, skúrir eða lítils háttar rigning. Hiti víða 10 til 15 stig.

Hæg austlæg eða breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og smáskúrir um mestallt land.

Eftir þessi rólegheit má búast við austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, þegar ný lægð kemur upp að landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir næstu daga

Hægviðri, skýjað að mestu og væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á þriðjudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítils háttar væta í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og fer að rigna, fyrst sunnan til, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning í öllum landshlutum, en styttir upp og birtir til norðaustanlands eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt og áfram dálítil rigning, eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustan til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðlæg átt og dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og bjart veður norðaustanlands. Hlýnar lítillega.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og áfram lítils háttar vætu sunnan og vestan til. Þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hlýnar enn frekar.

mbl.is