Brotist inn í tvær bifreiðar

Brotist var inn í tvær bifreiðar í morgun, að sögn …
Brotist var inn í tvær bifreiðar í morgun, að sögn lögreglunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt hefur verið um innbrot í tvær bifreiðar í Reykjavík það sem af er degi og var önnur þeirra staðsett í bílakjallara þegar brotið var framið.

Einnig var tilkynnt um innbrot á iðnaðarsvæði þar sem verkfærum var stolið.

Málin eru í rannsókn, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is