„Gríðarlegt áfall“ ef herða þarf aðgerðir

Frá upplýsingafundi almannavarna í dag.
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

„Þetta er orðinn svolítill frasi hjá mér að segja að næstu dagar muni skera úr um þetta,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort helgin skæri úr um framhaldið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

„Ég held að það hafi aldrei verið sannara en núna að næstu dagar munu skera úr um það hvort við þurfum að fara niður í 50 eða 20 eins og við gerðum í vetur,“ sagði Þórólfur.

„Ég held að það verði gríðarlegt áfall fyrir mjög marga,“ bætti Þórólfur við. Hann sagðist telja að ekki yrði gripið til slíkra aðgerða nema það væri algjör nauðsyn.

Sóttvarnalæknir sagði að við værum á svipuðum stað núna og í vetur og veldisvöxtur veirunnar væri svipaður. Þrátt fyrir það er ýmislegt öðruvísi en í mars en þá vorum við að fá mikið flæði af veirunni inn í landið á sama tíma. Núna er þetta ein veira sem farið hefur víða og Þórólfur reiknar með að það taki lengri tíma að stöðva hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert