Tveir starfsmenn RÚV í sóttkví

Ríkisútvarpshúsið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir starfsmenn fréttastofu RÚV eru í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem greindist með kórónuveiruna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir yfirmenn ríkismiðilsins hafa fengið upplýsingar þessa efnis í gær. Öðru starfsfólki hafi verið greint frá málavöxtum.

Fréttablaðið greinir frá þessu og segir starfsmennina hafa verið senda í sóttkví í tengslum við mál hvar fólk sem sótti Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgina greindist með kórónuveiruna.

Stefán segir að búið sé að skipta fréttastofunni upp í sóttvarnahólf, eins og gert var í vor. Ekki líti út fyrir að málið muni hafa áhrif á starfsemi fréttastofunnar að sinni.

mbl.is