Fólk gefi upp tengsl sín við kórónuveiruna

„Það mun alls ekki koma niður á þeirri þjónustu sem …
„Það mun alls ekki koma niður á þeirri þjónustu sem fólk á rétt á að fá.“ Ljósmynd/Lögreglan

Nokkuð hefur borið á því að fólk gefi ekki upp hugsanleg tengsl sín við kórónuveiruna þegar það óskar eftir heilbrigðisþjónustu, af ótta við að það hljóti ekki viðunandi þjónustu.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna, en hann vildi af gefnu tilefni brýna fyrir fólki að taka fram ef minnsti grunur væri um kórónuveirusmit, enda fengi fólk ávalt viðunandi þjónustu, en þá með viðeigandi ráðstöfunum.

„Það mun alls ekki koma niður á þeirri þjónustu sem fólk á rétt á að fá.“

mbl.is