ÍBR verður af 115 milljónum

ÍBR situr uppi með háan fastan kostnað.
ÍBR situr uppi með háan fastan kostnað. mbl.is/Árni Sæberg

Íþróttabandalag Reykjavíkur verður af um 115 milljónum króna sökum aflýsingar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmdastjóra bandalagsins, er um umtalsvert högg að ræða.

„Við erum ekki búin að leggja endanlegt mat á þetta en við erum almennt að fá um 110 til 115 milljónir króna í tekjur af hlaupinu. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefði þetta verið mjög svipað í ár. Þetta er því talsvert högg fyrir okkur,“ segir Frímann.

Maraþonið átti að fara fram 22. ágúst nk. en var látið niður falla vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Að sögn Frímanns starfa um tíu manns við hlaupið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »