Leikreglunum hefur verið breytt

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason mbl.is/Árni Sæberg

„Frekar en að stefna að hundrað þúsund manns sem koma í vikudvöl [til Íslands] væri áhugavert að sjá hvort einhverjar þúsundir væru til í að dvelja í lengri eða skemmri tíma og taka vinnuna með sér. Það mætti jafnvel rigga upp alþjóðlegum skóla, eflaust eru milljón kennarar sem þrá að hitta nemendur augliti til auglitis á ný.“

Þessa hugmynd viðrar Andri Snær Magnason rithöfundur á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Við erum stödd í veruleika þar sem öllum leikreglum hefur verið breytt, öllu því lífi sem við höfum vanist hefur verið umturnað,“ skrifar Andri Snær. „Núna er staðan sú að uppi eru allt aðrar þarfir í heiminum og þar af leiðandi allt önnur tækifæri.“

„Sumir munu hreinlega bugast“

Andri telur að nýtt fyrirkomulag þar sem einstaklingar flytji tímabundið til landsins með fjölskyldu sína og vinnu gæti leyst vandamál sem skapast hafa af völdum kórónuveirufaraldursins.

Líkur eru á að skólar muni víðsvegar ekki opna í haust, og að ábyrgðin sem fylgir menntun og umönnun barna munu falla á foreldra, sem þurfa þegar að huga að sinni eigin vinnu. „Sumir muni hreinlega bugast andlega og því væri veirufrítt land hrein lífsbjörg fyrir marga,“ skrifa Andri Snær.

„Tíu þúsund manns sem eru hér í ár er jafn …
„Tíu þúsund manns sem eru hér í ár er jafn mikið viðvera og 500.000 ferðamenn sem dvelja í viku,“ skrifar Andri Snær mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einnig myndi slíkt fyrirkomulag myndi einnig létta á áhyggjum um ferðamennsku hér á landi, en Andri segir að tíu þúsund manns sem væru á Íslandi í eitt ár yrði jafn mikil viðvera og 500 þúsund ferðamenn sem myndu dvelja hér í viku.

„Tíu daga eða tveggja vikna sóttkví myndi spilla hefðbundnum vikuferðum en myndi engi skipta fyrir fólk sem kæmi til lengri dvalar. Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert