Slapp naumlega í Reynisfjöru

Maðurinn gætti sín ekki nógu vel í fjörunni og var …
Maðurinn gætti sín ekki nógu vel í fjörunni og var hann því hætt kominn. Ljósmynd/Ólafur Óskar Jónsson

Ljósmyndari í Reynisfjöru í Mýrdal bjargaði sér og tækjum sínum á síðustu stundu þegar þung alda komst býsna nálægt honum. Maðurinn hafði gengið fram á sandbrún í fjörunni og sett þar upp þrífót undir myndavél sína.

Sakir ókunnugleika, að ætla verður, fór hann ekki að með þeirri gát sem er nauðsynleg á þessum stað. Báran var þung og skall fyrirvaralítið á sandinum og skolaði langt inn. Ljóst má þó vera að hrammur brimsins hefði getað gripið manninn og þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.

„Heppnin réð því að þarna fór ekki verr,“ segir Ólafur Óskar Jónsson úr Reykjavík í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag,  en hann fylgdist með atburðarásinni og myndaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »