Staðan góð á veitingastöðum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglumenn heimsóttu sex veitingahús í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu og var ástandið gott eða mjög gott með tilliti til sóttvarnareglna. Einhverjum var veitt smá tilsögn til að hlutir væru eftir bókinni að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Nú er fimmtudagur og lögregla bindur vonir við að kvöldið í gær gefi fyrirheit um komandi helgi.

mbl.is