Maðurinn kominn um borð í þyrlu

Maðurinn hafði verið í sjálfheldu á klettasyllu í fjallinu.
Maðurinn hafði verið í sjálfheldu á klettasyllu í fjallinu.

Manninum, sem var í sjálfheldu á fjallinu Hólmatindi á Eskifirði, hefur verið bjargað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og var hann hífður um borð í þyrluna. Þetta staðfestir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg.

Maðurinn hafði verið í sjálfheldu á klettasyllu í fjallinu í um fjórar klukkustundir áður en honum var bjargað. Um 30 björgunarsveitarmenn af Austurlandi taka þátt í björguninni. Þótt veður væri ágætt eru aðstæður er fjallið erfitt yfirferðar og voru björgunarsveitarmenn ekki vissir um hvort senda ætti menn að ofan eða neðan til að bjarga honum. 

„Þetta fjall er hundleiðinlegt yfirferðar,“ segir Jónas í samtali við mbl.is. 

Tekin var ákvörðun um að óska eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar, en þyrla kom á vettvang skömmu fyrir klukkan átta. Sigmaður var sendur niður úr þyrlunni til að koma manninum í belti og var hann síðar hífður um borð. Björgunarmenn eru nú á leið niður af fjallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert