Hringtorg sett á hættuleg gatnamót

Vegamót Hringvegar, Landvegar og Ásvegar
Vegamót Hringvegar, Landvegar og Ásvegar

Framkvæmdir eru hafnar við gerð hringtorgs á hættulegum gatnamótum á hringveginum á Suðurlandi. Um er að ræða gatnamót Hringvegar (1), Landvegar (26) og Ásvegar (275).

Unnt var að fara í þetta verk eftir að viðbótarfjárveitingar fengust til vegaframkvæmda sl. vor vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á þessum gatnamótum hafa orðið slys og óhöpp í gegnum árin. Árið 2002 varð þarna mjög alvarlegt slys þegar þrjár konur létust þegar bifreið þeirra lenti í árekstri við rútu.

Í skýrslu Línuhönnunar frá desember 1999 um lagfæringu á slysastað sem Rögnvaldur Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, lét vinna stendur: „Verslun er staðsett á horni Suðurlandsvegar og Landvegar og er mjög nálægt vegamótunum. Á Suðurlandsvegi að vestan er komið upp brekku, en flatt er að austan. Verslunin er alveg við veginn, sem skyggir mikið á útsýni til austurs fyrir umferð, sem kemur eftir Landvegi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert