Veikingin slæm fyrir lífeyrisþega á Spáni

Margir hreiðra um sig á Spáni á efri árum.
Margir hreiðra um sig á Spáni á efri árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiking íslensku krónunnar gagnvart evru hefur komið illa við marga þá Íslendinga, sem flutt hafa til Spánar og komnir eru á eftirlaun, eða farnir af vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu.

„Þeir sem ekki eru farnir, þeir taka þetta á sig en þola ekki mikið meira í viðbót,“ segir Karl Kristján Guðmundsson, sem býr ásamt konu sinni í Torrevieja. Um 700 Íslendingar hafi lögheimili á því svæði sem kennt er við Hvítu ströndina á Suður-Spáni.

Kjör íslenskra lífeyrisþega á Spáni hafi rýrnað tífalt á við þá lífeyrisþega sem búa á Íslandi, þar sem frá febrúarbyrjun hafi krónan veikst um 18,6% gagnvart evru, en á sama tíma hafi neysluverðsvísitalan hækkað um 1,86%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert