Víðir í veikindaleyfi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, er kominn í leyfi frá störfum vegna veikinda. Í samtali við mbl.is greinir hann frá því að fjarlægja þurfti úr honum botnlangann á mánudag.

„Ég byrjaði að finna fyrir þessu í fríinu um daginn. Svo versnaði þetta núna um helgina og á sunnudag var ákveðið að skera hann úr,“ segir Víðir, en RÚV greindi fyrst frá.

Spurður hvort honum líði betur að aðgerðinni lokinni kveður hann já við.

„Þetta er allt að koma. Gott að vera laus við þetta,“ segir Víðir léttur í bragði. Læknar hafi ráðlagt honum um sjö til fjórtán daga hvíld, og þeim boðum muni hann hlýða.

mbl.is