Stjórnvöld fara í kynningarátak

Átakið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka …
Átakið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samorku og Bændasamtaka Íslands.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur, ásamt ýmsum aðilum úr atvinnulífinu, hrundið af stað nýju kynningarátaki til þess að sporna við áhrifum heimsfaraldursins þar sem landsmenn og fyrirtæki eru hvött til viðskipta við innlenda aðila á fjölbreyttum sviðum, við val á framleiðslu, vörum og þjónustu.

„Þegar við skiptum við innlend fyrirtæki þá fer af stað ákveðin keðjuverkun sem leiðir til þess að verðmætin aukast og við verjum störf og lífskjör fólks í landinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um málið.

Auglýsingaherferðin heitir Íslenskt - láttu það ganga. Hún er þegar hafin með birtingu á opnuauglýsingum í helgarblöðum, auglýsingum í útvarpi og á vefmiðlum.

„Aðstæður núna eru mjög erfiðar, eins og við þekkjum, og þess vegna tóku stjórnvöld og atvinnulíf höndum saman og það var sagt frá því í vor að þetta markaðsátak væri fyrirhugað, með það að markmiði að verja störf og auka verðmætasköpun,“ segir Sigurður. 

Átakið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samorku og Bændasamtaka Íslands.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman