Sex innanlandssmit í gær

Sex ný innanlandssmit greindust í gær.
Sex ný innanlandssmit greindust í gær. AFP

Sex innanlandssmit greindust í gær á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar. Helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu, eða þrír.

Beðið er eftir mótefnamælingu vegna tveggja tilfella við landamæraskimun.

Samtals eru nú 400 í sóttkví og fjölgar þeim um 27 milli daga. Þá eru 62 í einangrun og fjölgar um 19 milli daga. 2.402 eru í skimunarsóttkví, en þeir voru 2.176 í gær. Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Samtals voru 476 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalanum og 1.056 sýni á landamærunum.

mbl.is