Starfsmaður BrewDog greindist smitaður

Starfsmaður BrewDog Reykjavík á Hverfisgötu greindist smitaður. Um þriðjungur nýrra …
Starfsmaður BrewDog Reykjavík á Hverfisgötu greindist smitaður. Um þriðjungur nýrra smita er rakinn til skemmtistaða og þeim hefur verið gert að loka um helgina. Það var því ansi tómlegt í miðbænum í gærkvöldi. Ljósmynd/Lögreglan

Starfsmaður barsins BrewDog Reykjavík hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Allir starfsmenn voru sendir í sýnatöku í gær eftir að þær fregnir bárust að smitaður einstaklingur hefði hugsanlega heimsótt staðinn á föstudag fyrir viku, 11. september.

Þetta kemur fram í facebookfærslu BrewDog Reykjavík. Starfsmaðurinn var á vakt á föstudag og laugardag, 11. og 12. september, og hefur ekki verið í vinnu síðan. Aðrir starfsmenn greindust neikvæðir fyrir veirunni.

mbl.is