Allir noti grímu í Háskóla Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Mynd úr safni.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hvetur nemendur, kennara og annað starfsfólk HÍ til að nota grímu í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að fylgja reglum um fjarlægðarmörk eða þar sem loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar.

Þetta kemur fram í orðsendingu Jón Atla til stúdenta og starfsfólks þar sem hann ítrekar sóttvarnaaðgerðir innan háskólans.

„Byggingar Háskóla Íslands standa ykkur samt allar opnar á mánudag. En til að tryggja starf okkar áfram er afar mikilvægt að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum, þvo hendur mjög vandlega og spritta. Virðum eins metra regluna,“ skrifar Jón Atli.

Hann hvetur kennara til að auka rafræna kennslu enn frekar þar sem kostur er. Áfram verður þó lögð áhersla á að nýnemar eigi kost á staðnámi þar sem það er mögulegt. Þá hvetur hann alla til að nýta sér skimun Íslenskrar erfðagreiningar sem stendur til boða.

mbl.is