Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir tveimur árum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir tveimur árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fresta landsfundi, sem halda átti dagana 13.-15. nóvember, til næsta árs.

Ástæða frestunar fundarins er COVID-faraldurinn og þær takmarkanir sem eru í gildi á fjölda fólks sem koma mega saman.

Ákvörðun um dagsetningu fundarins verður tekin síðar en stefnt er að því að halda hann á fyrri hluta árs 2021, að því er Sjálfstæðisflokkurinn greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert