Því hærra tal, því meiri líkur á smiti

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir fóru yfir …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir fóru yfir stöðu mála í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Því hærra sem við tölum, því líklegra er að smit dreifist, að því er Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindu frá á upplýsingafundi almannavarna í dag. Verið er að skoða hvort einhver hávaðatakmörk verði sett á skemmtistaði vegna þessa. 

Alma fór yfir þrjár smitleiðir, snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit má forðast með handþvotti, spritti og sótthreinsun. Dropasmit má forðast með því að virða nálægðartakmörk og með því að hósta ekki út í loftið. Úðasmitin tengjast háu tali og mældi Alma með því að fólk varaði sig á hávaða sem leiddi til hærra tals því þannig gætu úðasmit borist. Til þess að forðast úðasmit mældi Alma einnig með grímunotkun, nálægðartakmörkum og því að fólk forðaðist margmenni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert