„Ómálefnaleg og veruleikafirrt“

Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins eru síður en svo sáttir við málflutning stéttarfélagsins Eflingar en félagið hefur sett í gang herferð gegn launaþjófnaði á vinnumarkaði og vill að hann verði gerður refsiverður.

Í samtölum í gær kom fram að SA líta svo á að nefnd félagsmálaráðherra sem ASÍ og SA áttu sæti í, þar sem fjallað var um refsingar vegna brota á vinnumarkaði, hafi komist að niðurstöðu sem eðlilegt sé að fylgt verði og gengið verði beint til verks, en nú vilji Efling eitthvað allt annað en nefndin komst að niðurstöðu um.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Óvandaður málflutningur Eflingar“, þar sem hann gagnrýnir auglýsingar Eflingar og segir herferðina hafa að markmiði að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við því að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er bæði ómálefnaleg og veruleikafirrt,“ segir hann m.a. í greininni.

Halldór segir SA ekki málsvara þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »