Íþróttakennsla utandyra og skólasund fellur niður

Skólasund fellur niður.
Skólasund fellur niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skóla- og íþróttasvið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að öll íþróttakennsla fari fram utandyra að teknu tilliti til ýtrustu sóttvarna og einnig mun skólasund falla niður.

Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð og einnig söfn sem eru rekin á vegum sveitarfélaganna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni í takt við álit sóttvarnalæknis.

Ákvörðun sveitarfélaganna var tekin eftir ítarlega yfirferð yfir stöðu mála og í ljósi leiðbeininga sóttvarnayfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is