Smit rakin til nokkurra stöðva

Viðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundi dagsins.
Viðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að ein aðaluppspretta þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi væri á líkamsræktarstöðvum; ekki einni heldur fleiri.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna þegar rætt var um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra vegna faraldursins sem tekur gildi á morgun.

Í reglugerðinni segir meðal annars að heimilt sé með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. 

Á upplýsingafundinum var bent á að iðkendur og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva skilji ekki muninn á milli tilmæla sóttvarnalæknis og reglugerðar ráðuneytisins en Þórólfur lagði til að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, sem og sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur sagði ekkert óeðlilegt við það að munur væri á tilmælum hans og reglum ráðuneytisins og það væri raunin núna.

mbl.is

Bloggað um fréttina