Starfsmaður Bónuss smitaður

mbl.is/Hari

Starfsmaður Bónuss í Ögurhvarfi greindist jákvæður fyrir Covid-19 seint í gærkvöldi, sunnudag. Í samráði við rakningarteymi almannavarna voru allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann sendir í sóttkví.

Greint er frá þessu á facebooksíðu Bónuss.

Þar segir að umræddur starfsmaður hafi starfað á kassa og vegna skilrúma fyrir framan og aftan starfsmann sem og harðra sóttvarnaaðgerða Bónuss eru viðskiptavinir ekki taldir útsettir fyrir smiti.

Verslunin var sótthreinsuð í nótt og í morgun og verður því opnuð líkt og vaninn er kl. 11:00 í dag. Starfsfólk úr öðrum verslunum mun hlaupa undir bagga og bjóða viðskiptavini velkomna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert