Smitaður sótti hóptíma í líkamsræktarstöð

Líkamsræktarstöðin er á Akranesi.
Líkamsræktarstöðin er á Akranesi. mbl.is

Smitaður einstaklingur sótti hóptíma í líkamsræktarstöð á Akranesi í gærkvöldi. Allir sem sóttu tímann þurfa að fara í sóttkví og sýnatöku vegna þessa. Óvíst er hversu margir það eru. 

Líkamsræktarstöðinni hefur verið lokað fram á mánudag þar sem hætta er á að smit hafi borist þar inn. 

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 

Ekki er um að ræða sömu líkamsræktarstöð og smit kom upp í á Akranesi fyrir um mánuði síðan.

Líkamsræktarstöðvum var heimilað að opna með ströngum skilyrðum í byrjun vikunnar eftir rúmlega tveggja vikna lokun. Einungis eru lokaðir tímar heimilir innan stöðvanna og þá mega einungis 20 manns sækja samtímis. Þá mega þeir ekki deila búnaði. 

Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilaði þetta en sóttvarnalæknir hafði mælst til þess að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. 

mbl.is