Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára

Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu …
Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu ári hafi orðið um 38 færri dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa en verið hafa að meðaltali undanfarin 50 ár.

Fjöldi dauðsfalla hérlendis það sem af er þessu ári er verulega undir meðallagi undanfarinna 50 ára.

Þetta má sjá á línuritinu að ofan, sem sýnir frávik uppsafnaðra dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa landsins, dag frá degi, miðað við meðaltal þeirra allt frá upphafi árs 1970 til þessa dags.

Það þýðir að það sem af er þessu ári hafi 137 færri látist á Íslandi en vænta mætti miðað við meðaltalið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta kemur vafalaust mörgum á óvart í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem þegar hefur valdið dauða 11 manns hér á landi. Örðugt er að nefna óyggjandi ástæður fyrir því, en vera má að aukin árvekni og sóttvarnir hafi skilað sér þannig. Því má vera að ýmsar umgangspestir hafi síður breiðst út vegna sóttvarna, svo færri, sem veikir voru fyrir, hafi látist.

Á móti má nefna að sum önnur ár eru verulega undir meðaltalinu líka, án þess að nefna megi augljósar skýringar á því.

Það var Eðvald Ingi Gíslason gagnavísindamaður hjá Motus, sem vann þessa greiningu upp úr opinberum gögnum frá Hagstofu Íslands og Þjóðskrá. Til að sannreyna þau bar hann tölurnar saman við upplýsingar frá landlækni, en þó þar hafi örlítið borið á milli, m.a. vegna mismunandi talningar á látnum eftir ríkisfangi og lögheimili, er munurinn óverulegur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »