Á fimmta tug smita í Ölduselsskóla

Frá upplýsingafundi dagsins.
Frá upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Alls hafa 44 greinst með kórónuveiruna í tengslum við sýkingu sem kom upp í Ölduselsskóla. Flestir hinna smituðu eru nemendur skólans.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Þórólfur benti einnig á að rekja mætti 140 tilfelli veirunnar til Landakots.

Hann sagði að litlar hópsýkingar hefðu komið síðustu daga sem tengdust fjölskyldum, veislum og vinnustöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert