Í gæsluvarðhaldi til þriðjudags

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Maðurinn sem er grunaður um alvarlega líkamsárás í Borgarnesi fyrr í mánuðinum var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til næstkomandi þriðjudags.

Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag. 

Að sögn Jóns Ólasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, hafa maðurinn sem er grunaður um árásina og brotaþolinn ekki verið yfirheyrðir aftur en bráðbirgðaskýrsla var tekin af þeim skömmu eftir árásina.

Brotaþolinn er enn á sjúkrahúsi en Jón hafði ekki upplýsingar um hvort hann væri enn á gjörgæslu.

mbl.is