Víkka út leitarsvæðið

Kort/Map.is

Farið er að birta á leitarsvæðinu í Stafafellsfjöllum í Lóni og á milli 30 og 40 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni að sögn Friðriks Jónasar Friðrikssonar sem stýrir aðgerðum á fyrir austan. Bíll mannsins fannst strax í gærkvöldi en verið er að víkka út leitarsvæðið frá því sem var í gærkvöldi og í nótt að sögn Friðriks. 

Hann segir að von sé á björgunarsveitarfólki frá Selfossi og Egilsstöðum og eins er þyrla Landhelgisgæslunnar til taks. Hún kom til Hafnar í Hornafirði í gærkvöldi og auk áhafnar var sporhundur með í för sem hefur tekið þátt í leitinni síðan um miðnætti. 

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um áttaleytið í gærkvöldi er tilkynnt var um göngumann um tvítugt sem ekki hafði skilað sér til byggða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert