Maðurinn er enn ófundinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar - mynd úr safni og ekki tekin á …
Þyrla Landhelgisgæslunnar - mynd úr safni og ekki tekin á leitarsvæðinu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Uppfært kl. 11:15

Maðurinn er fundinn

Leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni hefur ekki enn borið árangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði en vegna þess hversu lágskýjað var í gærkvöldi og í nótt var ákveðið að bíða með að áhöfn hennar færi til leitar þangað til fer að birta.

Lög­regl­an á Suður­landi boðaði út all­ar björg­un­ar­sveit­ir í A-Skafta­fells­sýslu og á Aust­ur­landi til leit­ar að manninum um áttaleytið í gærkvöldi. 

Kort
Kort Kort

Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni og Landhelgisgæslunni hefur leitin ekki enn borið árangur.

Í gærkvöldi voru um tíu hóp­ar björg­un­ar­sveita­fólks við leit og eins voru drón­ar nýtt­ir til leit­ar­inn­ar. 

Uppfært klukkan 7:25

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru yfir 100 björgunarsveitarmenn skráðir í leitina og von er á fleirum til viðbótar frá björgunarsveitum víða að. Leitað var í alla nótt án árangurs. Um er að ræða göngumann um tvítugt og er talið að hann sé ágætlega búinn til göngu.

Á sjöunda tímanum í morgun voru vaktaskipti við leitina en rúmlega 100 manns hafa komið að leitinni á einn eða annan hátt frá því í gærkvöldi að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Sporhundur kom með þyrlunni austur í gærkvöldi og hefur hann leitað með björgunarsveitarfólki frá miðnætti. Undir morgun bættust fleiri leitarhundar við í leitina. 

Að sögn Davíðs er mikilvægt að vera með óþreyttan hóp leitarfólks þegar birtir og á hann von á því að fjölmennt lið taki þátt í leitinni strax í birtingu. Jafnframt taki leitarhundar áfram þátt og notaðir verði drónar við leitina auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is