15% hótelrýmis í Reykjavík opin

Íslandshótel byggja í Lækjargötu.
Íslandshótel byggja í Lækjargötu. mbl.is/Baldur Arnarson

„Samkvæmt okkar gögnum sýnist mér að u.þ.b. 15% þess gistirýmis sem er til staðar í Reykajvík séu nú opin. Það gefur mynd af því hversu alvarleg staðan er og nýtingin á þessu rými er í flestum tilvikum mjög takmörkuð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Samkvæmt sömu gögnum sést að fjórar stærstu hótelkeðjurnar hafa gripið til mismikilla lokana að undanförnu. Þannig hefur Icelandair Hotels haldið sex hótelum af níu opnum. Hins vegar hafa Íslandshótel lokað 12 af 17 hótelum sínum, Kea Hotels sjö af 10, þar af sex af sjö hótelum í Reykjavík, og Center Hotels hafa lokað sex af átta hótelum. Nú síðast tilkynnti svo Hótel Saga að þar yrði skellt í lás frá og með 1. nóvember. Þetta hefur verið mjög þungt en það er alveg ljóst að róðurinn þyngist enn, nú þegar samkomutakmarkanir hafa verið hertar enn frekar.

„Mörg af hótelunum utan höfuðborgarsvæðisins hafa verið með opið um helgar þar sem fólki er boðið upp á gistingu auk kvöldverðar af einhverju tagi. Veitingaþátturinn er nú í algjöru uppnámi og ekki hægt að standa við það sem lofað er samkvæmt tilboðunum. Það hefur orðið til þess að hóteli á borð við Geysi í Haukadal hefur verið lokað. Þá hafa hótelhaldarar einfaldlega gripið til þess ráðs að veita inneign eða endurgreiða þessa tilboðspakka sem þeir hafa verið að keyra á.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinnu í dag segir Jóhannes Þór að veitingahúsin horfi einnig upp á enn frekari þrengingar vegna 10 manna hámarksins sem stjórnvöld hafa sett á samkomur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert