Erlend starfsemi MS sett í ný félög

Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar (MS) hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu. Tvö ný félög munu fara með erlenda starfsemi fyrirtækisins en það þriðja með innlenda starfsemi, að því er fram kemur í tilkynningu sem samvinnufélagið Auðhumla hefur sent bændum.

Með breytingunni munu Ísey útflutningur ehf. og eignarhlutur í móðurfélagi Ísey Skyr Bars ehf. færast í félagið MS erlend starfsemi ehf. og hlutur í bandaríska skyrfyrirtækinu Icelandic Provisions í félagið MS eignarhald ehf. Bæði félögin verða síðan í eigu samvinnufélagsins Auðhumlu sem fer með 80% hlut og Kaupfélags Skagfirðinga sem fer með 20% hlut eins og í MS.

Fram kemur í tilkynningunni að Ari Edwald, sem hefur verið framkvæmdastjóri Ísey útflutnings samhliða forstjórastarfinu hjá MS, mun nú stýra MS erlendri starfsemi og MS eignarhaldi. Ari mun þannig fara með alla erlenda starfsemi.

Pálmi Vilhjálmsson hefur verið ráðinn forstjóri MS, en han var áður aðstoðarforstjóri félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »