Jarðskjálfti í Kötlu

Katla er virk eld­stöð und­ir Mýr­dals­jökli.
Katla er virk eld­stöð und­ir Mýr­dals­jökli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð austarlega í Kötluöskjunni klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur engin skjálftavirkni mælst í kjölfarið. Þá er enginn gosórói í nærliggjandi svæðum. 

mbl.is