Plasthlíf ekki nóg vörn

AFP

Aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa til að gæta að persónubundnum sóttvörnum og vekur sérstaka athygli á mikilvægi grímunotkunar. Aðeins hefur borið á að starfsmenn í afgreiðslu noti hjálma með plasthlífum en án grímu. Stjórnendum viðkomandi verslana hefur verið gert viðvart um að slíkar hlífar veiti ekki þá vörn sem grímur gera. 

Ljósmynd/Ani Kolleshi/Unsplash

Eitt virkt Covid-19 smit er á Austurlandi. Það greindist þriðjudaginn 17. nóvember. Sá smitaði er í einangrun og nýtur reglulegs eftirlits og ráðgjafar heilbrigðisfagfólks að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, í tilkynningu.

mbl.is