Rúmur tugur á sjúkrahúsi vegna Covid

Frá gjörgæsludeild Landspítalans.
Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Einn er á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid-19 og sex liggja á legudeild spítalans vegna veirunnar. Jafnframt eru 4 eða 5 sjúklingar með kórónuveiruna á Landakoti eða alls 11-12 manns. Um er að ræða sjúklinga í einangrun, það er með virkt smit. Fleiri eru enn inniliggjandi eftir að hafa fengið Covid en eru ekki lengur með virkt smit.

Már Kristjánsson, formaður sótt­varna­nefnd­ar Land­spít­al­ans og yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar, segir tölur dagsins afar jákvæðar en fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og eru þeir allir í sóttkví. Nú eru jafnmargir í einangrun og í sóttkví á landinu, 205 einstaklingar.

Að sögn Hildigunnar Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, er enginn sjúklingur inniliggjandi þar vegna kórónuveirusmits. 

mbl.is

Bloggað um fréttina