Kveður sáttur eftir 40 ár

Starfsfólk flugfélagsins ásamt Tryggva eftir að hann lenti á vellinum …
Starfsfólk flugfélagsins ásamt Tryggva eftir að hann lenti á vellinum í gær. Frá vinstri eru þau Jónas Þór Sveinsson, Anfinn Heinesen, Tryggvi, Ari Fossdal, stöðvarstjóri á Akureyrarflugvelli, og Elva Dögg Pálsdóttir. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég er kornungur eða mér líður alla vega þannig. En maður verður víst að pakka saman 65 ára og má ekki einu sinni fljúga á afmælisdaginn,“ segir Tryggvi Jónsson, flugstjóri hjá Air Iceland Connect.

Þegar Tryggvi lenti síðdegis í gær á Akureyrarflugvelli lauk starfsferli sem spannar um fjóra áratugi. Vinir og samstarfsmenn kvöddu Tryggva í heimabæ hans og þökkuðu honum samstarfið.

Tryggvi segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi klárað atvinnuflugmannsréttindin árið 1980 og „verið í þessu meira og minna síðan“. Hann starfaði hjá Flugfélagi Norðurlands þar til það var sameinað Flugfélagi Íslands árið 1997. Flugtímarnir eru orðnir tæplega 17 þúsund og áfangastaðirnir margir, segir Tryggvi í samtali um starfsflokin í Morgunblaðinuí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert