Ævar Annel hefur gefið sig fram við lögreglu

Ævar Annel Valgarðsson.
Ævar Annel Valgarðsson. Ljósmynd/Lögreglan

Maðurinn sem lögregla lýsti eftir síðastliðinn föstudag, Ævar Annel Valgarðsson, hefur gefið sig fram við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögregla sendi nú rétt í þessu. 

„Hann er nú í haldi lögreglu, en ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is