Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við eldingu sem laust niður í grennd við borgina upp úr klukkan 23 í kvöld. Henni fylgdi hávær þruma svo að glumdi vel í efri byggðum.
Þeir sem hafa búið á Íslandi til lengri tíma vita að veður á borð við þetta er ekki algengt. Ef til vill er það þess vegna sem einhverjir gripu til þess að tísta um tíðindin.