Vilja vörugjöld á sætindi

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til þess að móta tillögur um „aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu“ hefur skilað umfangsmiklum tillögum til ráðherra. Þar er lagt til að ráðist verði í breytingar á skattkerfinu í því augnamiði að sætindi af flestum toga hækki um 20% í verði.

Þannig leggur hópurinn til að vörugöld verði lögð á gos- og svaladrykki, íþrótta- og orkudrykki og vatnsdrykki sem innihalda sítrónusýru, sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð. Þá telur hópurinn að skattleggja eigi „óhollar vörur á borð við gosdrykki“ þannig að þær falli í 24% þrep virðisaukaskattskerfisins en ekki 11% eins og nú er.

Ekki samstaða í hópnum

Ekki reyndist full samstaða í starfshópnum um tillögur í átt að breytingum á vsk-kerfinu. Þannig skilaði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra séráliti þar sem mælt var gegn breytingum sem leiði til aukins flækjustigs og ójafnræðis í skattkerfinu sem markvisst hafi verið unnið að einföldun á á síðustu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »