Frakt til Grænlands og farþegar til baka

Til flugsins er notuð Bombardier Q200-flugvél.
Til flugsins er notuð Bombardier Q200-flugvél. mbl.is/Sigurður Bogi

Air Iceland Connect er nú með vikulegar áætlunarferðir til Kulusuk og Nuuk á Grænlandi. Flogið er út með vörur og póst en fólk til baka.

„Við fórum til Grænlands 5. nóvember en eftir það lokuðu þeir á farþegaflug til landsins. Svo var farið 12. nóvember til að sækja farþega,“ sagði Vigfús Vigfússon, deildarstjóri innanlands- og Grænlandsflutninga hjá Icelandair Cargo á Reykjavíkurflugvelli.

Hann sagði að mikið hefði verið spurt um fraktflutninga með flugi til Grænlands og því verið ákveðið að setja upp vikulega ferð, á hverjum fimmtudegi. Fyrsta ferðin var farin í síðustu viku og er áætlað að fljúga vikulega til jóla. Komið er við í Kulusuk á austurströnd Grænlands á útleiðinni og svo farið þaðan til Nuuk á vesturströndinni. Frá Nuuk er svo flogið beint til Reykjavíkur, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er mikið póstur og svo alls konar verslunarvara sem kemur að miklu leyti frá Danmörku. Pósturinn kemur frá Post Nord í Danmörku og svo mikið af frakt frá Blue Water Shipping-flutningsmiðluninni,“ sagði Vigfús. Hann sagði að ekkert hefði verið flogið til Kulusuk frá því í vor. Þegar flugið til Nuuk hófst aftur var því ákveðið að hafa viðkomu í Kulusuk svo hægt væri að þjóna báðum stöðum með vöruflutninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert