Sakfelldir fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu

Dómurinn var kveðinn upp í dag.
Dómurinn var kveðinn upp í dag.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu.

Matthías Jón hlaut fimm ára og níu mánaða fangelsisdóm. Vygantas var dæmdur til að sitja inni í fjögur ár.

Héraðssaksóknari fór fram á átta ára fangelsi yfir báðum mönnunum. 

Játuðu að hluta

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Fréttablaðið greinir frá þessu. 

Brot þeirra fólust í því að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúm 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni í sölu- og dreifingarskyni. Þeir játuðu brot sín að huta fyrir dómi.

Matth­ías Jón var dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi á síðasta ári, fyrir aðild sína að gagnaversmálinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert