Velferð íbúa mikilvægust

Staðan könnuð við Tækniminjasafn Austurlands en hús þess skemmdust og …
Staðan könnuð við Tækniminjasafn Austurlands en hús þess skemmdust og munir fóru í svelginn. Ljósmynd/Margrét Hallgrímsdóttir

„Hreinsunarstarfið gengur ágætlega, en verkefnið er risavaxið svo nokkur tími mun líða uns afrakstur fer að sjást,“ segir Vilhjálmur Jónsson á Seyðisfirði og bæjarfulltrúi í Múlaþingi.

Á vef sveitarfélagsins hefur verið birt áætlun og tímalína þess mikla verkefnis sem er hreinsun eftir skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði 18. desember sl. Vegurinn sem aurflóðið féll yfir hefur nú verið opnaður að nýju, svo aftur er orðið fært að frystihúsi Síldarvinnslunnar og út að Hánefsstöðum, að því er fram kemur í umfjöllun um hreinsunarstarfið á Seyisfirði í Morgunblaðinu í dag.

Sumir dagar hreinsunarstarfsins verða aðeins fárra daga verk, en stærstu og tímafrekustu þættirnir eru hreinsun skipasmíðastöðvanna tveggja og svo á húsi Tækniminjasafnsins. Það því sem næst eyðilagðist og fjöldi muna þar fór í svelginn. Reyna á að bjarga því sem bjargað verður – sem raunar er leiðarljós alls þess björgunarstarfs sem nú stendur yfir. Verkið allt miðast við tímalínu sem gildir fram í miðjan mars, en ætla má að ýmsu verði ólokið þá.

 „Mikilvægasta verkefnið núna er að ná utan um íbúana, tryggja velferð þeirra,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti sér stöðu mála á Seyðisfirði í vikunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert