Solveig Lára starfandi biskup til mánaðamóta

Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum.
Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, verður starfandi biskup Íslands til næstu mánaðamóta.

Ástæðan fyrir þessu er sú að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er í skriftarleyfi. Að sögn Péturs Georgs Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu, er hún að ljúka við hirðisbréf sitt sem sent er til presta og safnaða þjóðkirkjunnar.

Solveig Lára sendi frá sér bréf í gær sem starfandi biskup til presta, djákna, organista, sóknarnefnda og útfararstjóra vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert