Fimm smit innanlands

Undanfarið hafa fleiri greinst með Covid-19 á landamærunum en innanlands.
Undanfarið hafa fleiri greinst með Covid-19 á landamærunum en innanlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust fimm með kórónuveirusmit innanlands í gær. Af þeim voru 80% í sóttkví eða fjórir. Allir greindust þeir við einkennasýnatöku. Tveir greindust með Covid-19 við landamæraskimun en fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Annar tveggja sem beið niðurstöðu mótefnamælingar þegar tölur voru birtar á vefnum covid.is í gær reyndist með mótefni en hinn með smit. 

Aðeins tvær farþegaþotur lentu á Keflavíkurflugvelli í gær og í dag er von á einni vél frá Kaupmannahöfn. 

Nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga er 18,5 innanlands en 29,5 á landamærunum. 

Innanlands voru tekin rúmlega 800 sýni en rúmlega 700 á landamærunum í gær. Það fjölgaði um 1 í sóttkví og eru þeir nú 229 talsins. Aftur á móti fækkaði verulega í skimunarsóttkví, fóru úr 1853 í 1464 í dag. Í einangrun fækkaði um 9 og eru alls 160 í einangrun vegna Covid-19 á Íslandi í dag. 

Smitin eru flest á höfuðborgarsvæðinu eða 134 en næstflest á Suðurlandi, 35 talsins. Á Suðurnesjum eru 28 í einangrun. Smit eru í öllum landshlutum. 

Flest smit eru líkt og áður í aldurshópnum 18-29 ára, 51. Á fertugsaldri er 41 einstaklingur með virkt smit og 18 börn yngri en 18 ára eru með Covid-19 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert