Hiti við frostmark í dag

Hiti verður við frostmark.
Hiti verður við frostmark. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er norðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu, en 13 til 18 suðaustast fram á kvöld. Éljagangur verður norðantil en skýjað með köflum syðra.

Vaxandi norðaustanátt verður seint í nótt og fyrramálið, 8-15 m/s eftir hádegi en 13-18 norðvestantil og með suðausturströndinni annað kvöld. Él verða um norðanvert landið en bjart með köflum sunnanlands.

Hiti verður nálægt frostmarki en kólnar annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is