Bólusetningarvottorð fyrir flugferðir

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjá embætti landlæknis er verið að leggja lokahönd á rafræna lausn sem gerir fólki kleift að sækja sér bólusetningarvottorð á síðunni heilsuvera.is.

Stefnt er að því að þetta verði mögulegt frá og með deginum í dag, segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins frá í gær.

Vottorðið verður að efni og útliti í samræmi við fyrirliggjandi evrópska staðla og alþjóðlega bólusetningarskírteinið. Markmiðið er að greiða för fólks milli landa, þannig að einstaklingar geti framvísað bóluefnavottorði á landamærum og séu þá undanþegnir sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 í samræmi við reglur hlutaðeigandi lands.

Heilbrigðisráðherra ákvað nýverið að bólusetningarvottorð, sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og eru gefin út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þeir sem framvísa slíku vottorði eru undanþegnir opinberum sóttvarnaráðstöfunum á landamærum og er þannig ekki skylt að fara í sýnatöku við landamæri.

Þeir sem ekki geta nýtt sér Heilsuveru til að sækja sér rafrænt bólusetningarvottorð geta fengið vottorð hjá heilsugæslunni um að þeir séu fullbólusettir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert