Margra mánaða þrif fram undan

Engin kennsla mun fara fram í þessari stofu næstu mánuðina.
Engin kennsla mun fara fram í þessari stofu næstu mánuðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Jarðhæðin á Háskólatorgi verður ekki nothæf næstu mánuði,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is vegna vatnstjóns sem varð í skólanum í gær. Hann segir mikla vinnu fram undan við að gera þá staði klára sem fóru verst út úr vatnstjóninu.

Rektorinn segist ekki geta metið tjónið en fram kom í gær að það hlypi á hundruðum milljóna króna. Hann segir Veitur hafa skoðað málið og farið yfir með sínu tryggingafélagi.

„Þetta er heilmikið mál, mikil tiltekt fram undan en það þarf að þurrka allt vel og passa upp á myglu. Þessi vinna tekur einhverja mánuði.

Jón Atli segir enn fremur að það sé vissulega bagalegt að stofurnar sem breyttust nánast í sundlaugar séu þær stofur sem mest voru notaðar í skólanum enda stórar og auðvelt að gæta að sóttvarnareglum þar.

Starfsfólk vinnur við þrif í stofum sem nánast fylltust af …
Starfsfólk vinnur við þrif í stofum sem nánast fylltust af vatni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við þurfum að leita annarra lausna fyrir þá starfsemi og erum að skoða það. Síðan er það deildanna og kennaranna að finna út úr því hvernig er best að gera þetta,“ segir Jón Atli en hann gerir ráð fyrir því að kennsla hefjist aftur á jarðhæð Háskólatorgs í haust.

Jarðhæðin á Gimli er einnig mjög illa leikin þar sem rafmagnslaust varð en gert er ráð fyrir því að fá bráðabirgðarafmagn þar í dag.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góðu fréttirnar eru þær að Stúdentakjallarinn verður sennilega opnaður á morgun og Háma á Háskólatorgi verður opnuð í dag.

„Þetta gekk mjög vel síðastliðinn sólarhring. Það var brugðist hratt við en starfsfólk háskólans stóð sig mjög vel og slökkviliðið var hér í held ég 14 tíma og það var ótrúlega flott vinna.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert