Þór á leiðinni vestur

Þór, skip Landhelgisgæslunnar. Áhöfn hefur verið kölluð út og heldur …
Þór, skip Landhelgisgæslunnar. Áhöfn hefur verið kölluð út og heldur skipið vestur í kvöld. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, mun halda úr höfn í Reykjavík í kvöld og er stefnan sett vestur á Flateyri. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. Skipið verður komið vestur í fyrramálið.

Hættustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flateyri og Ísafirði, og hafa þrjú hús á Flateyri verið rýmd vegna snjóflóðahættu.

Þá er hættustig einnig í gildi á Siglufirði, þar sem hluti bæjarins hefur verið rýmdur. Annað skip Landhelgisgæslunnar, Týr, er til taks í Eyjafirði en það hélt norður á miðvikudag í sömu erindagjörðum.

Ásgeir segir að skip Landhelgisgæslunnar geti nýst við ýmiss konar verkefni. Um borð í skipunum sé áhöfn sem er sérþjálfuð til ýmissa björgunarstarfa, auk þess sem hægt sé að nýta skipin til að flytja fólk sjóleiðina ef landleið reynist ófær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert